Í mars 1942 stofnuðu nokkrir bíla- og húsasmiðir Bílasmiðjuna hf. og ráku með einhverjum breytingum til nóvember 1974. Það ár tóku fjórtán af starfsmönnum fyrirtækisins sig saman og keyptu verkstæðisreksturinn og stofnuðu Nýju Bílasmiðjuna hf. Í dag er fyritækið í eigu Ágústar Ormssonar og fjölskyldu.
Nýja Bílasmiðjan hefur alla tíð sérhæft sig í yfirbyggingum á hópferðabílum, réttingum og öðrum viðgerðum á stórum bílum og tækjum. Í gegnum árin hefur fyritækið meðal annars byggt yfir rúmlega 30 strætisvagna fyrir Reykjavíkurborg ásamt tugum hópferðabíla fyrir innlenda aðila.
Byggt var sérhannað réttingaverkstæði að Flugumýri 20 í Mosfellsbæ árið 1991 og fjárfest í fullkomnum tækjabúnaði til að rétta grindur vöru- og hópferðabíla. Í dag er það eitt fullkomnasta réttingaverkstæðið á landinu fyrir stærri atvinnutæki.
Með verkstæðisrekstrinum er fyrirtækið einnig með aukabúgrein og hefur undanfarin misseri fest kaup á framhjóladrifnum trukkum og veturinn notaður til að smíða á þá farþegahús fyrir 14 til 36 farþega. Bílarnir eru svo leigðir út til farþegaflutninga um hálendi Íslands.
Sjá nánar hér